Íslensk stelpa opnar Lomo-verslun í London 29. ágúst 2009 06:00 Opna Lomography-verslun Hadda Hreiðarsdóttir og sambýlismaður hennar, Adam Scott, opna fyrstu Lomography-verslunina í London í september. Hadda Hreiðarsdóttir mun opna sérstaka Lomography-verslun í miðborg London ásamt sambýlismanni sínum, Adam Scott. Verslunin, sem verður opnuð 10. september og heitir Lomography Gallery Store, London, verður fyrsta sérhæfða Lomography-verslunin í London. „Ég er viðskiptafræðingur að mennt en sambýlismaður minn er ljósmyndari og hefur mikið verið að vinna fyrir Lomography-fyrirtækið. Búðin verður opnuð í náinni samvinnu við fyrirtækið sjálft og eru til dæmis allar innréttingar smíðaðar í Austurríki, þar sem höfuðstöðvar Lomography eru, og verða sendar hingað yfir til okkar,“ segir Hadda, sem hefur verið búsett í London síðastliðin tvö ár. Aðspurð segist hún una sér vel í borginni og hafa engan hug á að flytja heim í bráð. „Ég er mjög sátt hérna úti. Ég er líka spennt fyrir opnun búðarinnar, enda hefur það verið draumur lengi að reka mitt eigið fyrirtæki og ráða mér sjálf.“ Verslunin verður á Newburgh Street í miðborg London og verður á þremur hæðum. Verslunin mun einnig hýsa gallerí og samkomustað fyrir aðdáendur Lomo-vélanna þar sem þeir geta hist og spjallað. „Þetta er stórt samfélag fólks. Það er engu líkara en að fólk ánetjist þessu því um leið og það hefur prófað Lomo-vélarnar er ekki aftur snúið. Ég held að sjarminn við þetta sé endurhvarfið til filmunnar, fólk nýtur þess að taka myndir án þess að sjá strax hver útkoman er eins og með digital-myndavélarnar.“ Lomo-vélarnar eiga sér einnig aðdáendur á meðal stjarnanna og nefnir Hadda meðal annars Vladimír Pútín, Meatloaf og meðlimi Radiohead í því samhengi. Að sögn Höddu verður haldið heljarinnar teiti í tilefni opnunarinnar. „Það verður rosa veisla. Hljómsveitir munu skemmta gestum og það verða veitingar í boði. Öllum Íslendingum á svæðinu er auðvitað boðið,“ segir Hadda að lokum. - sm Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hadda Hreiðarsdóttir mun opna sérstaka Lomography-verslun í miðborg London ásamt sambýlismanni sínum, Adam Scott. Verslunin, sem verður opnuð 10. september og heitir Lomography Gallery Store, London, verður fyrsta sérhæfða Lomography-verslunin í London. „Ég er viðskiptafræðingur að mennt en sambýlismaður minn er ljósmyndari og hefur mikið verið að vinna fyrir Lomography-fyrirtækið. Búðin verður opnuð í náinni samvinnu við fyrirtækið sjálft og eru til dæmis allar innréttingar smíðaðar í Austurríki, þar sem höfuðstöðvar Lomography eru, og verða sendar hingað yfir til okkar,“ segir Hadda, sem hefur verið búsett í London síðastliðin tvö ár. Aðspurð segist hún una sér vel í borginni og hafa engan hug á að flytja heim í bráð. „Ég er mjög sátt hérna úti. Ég er líka spennt fyrir opnun búðarinnar, enda hefur það verið draumur lengi að reka mitt eigið fyrirtæki og ráða mér sjálf.“ Verslunin verður á Newburgh Street í miðborg London og verður á þremur hæðum. Verslunin mun einnig hýsa gallerí og samkomustað fyrir aðdáendur Lomo-vélanna þar sem þeir geta hist og spjallað. „Þetta er stórt samfélag fólks. Það er engu líkara en að fólk ánetjist þessu því um leið og það hefur prófað Lomo-vélarnar er ekki aftur snúið. Ég held að sjarminn við þetta sé endurhvarfið til filmunnar, fólk nýtur þess að taka myndir án þess að sjá strax hver útkoman er eins og með digital-myndavélarnar.“ Lomo-vélarnar eiga sér einnig aðdáendur á meðal stjarnanna og nefnir Hadda meðal annars Vladimír Pútín, Meatloaf og meðlimi Radiohead í því samhengi. Að sögn Höddu verður haldið heljarinnar teiti í tilefni opnunarinnar. „Það verður rosa veisla. Hljómsveitir munu skemmta gestum og það verða veitingar í boði. Öllum Íslendingum á svæðinu er auðvitað boðið,“ segir Hadda að lokum. - sm
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira