Lífið

Kelly Preston enn í miðju sorgarferli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kelly Preston missti son sinn fyrr á árinu. Mynd/ AFP.
Kelly Preston missti son sinn fyrr á árinu. Mynd/ AFP.
Kelly Preston hefur ákveðið að tjá sig ekki um andlát 16 ára gamals sonar hennar á ráðstefnu sem haldin er í Kalíforníu í október.

Preston og eiginmaður hennar, John Travolta, misstu son sinn á sviplegan hátt fyrr á þessu ári. Preston hafði samþykkt að lýsa reynslu sinni á ráðstefnunni Sorg og sorgarferli (e. Grief & Resilience) sem Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwartzenegger ríkisstjóra Kalíforníu stendur fyrir.

Í bréfi sem Preston sendi Shriver biðst hún afsökunar á því að hafa skipt um skoðun. Hún hefði talið sig vera færa um að halda ræðuna en eftir á að hyggja væri hún það skammt á veg komin í sorgarferlinu að hún geti ekki talað opinskátt á ráðstefnunni. Maria Shriver hefur sagt að hún skilji afstöðu Preston.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.