Lífið

Geir í rauða hverfinu í Mosó

í rauða hverfinu „Geir H. Haarde“ unir sér greinilega vel í rauða hverfinu í Mosfellsbæ.
í rauða hverfinu „Geir H. Haarde“ unir sér greinilega vel í rauða hverfinu í Mosfellsbæ.

Öll hverfi Mosfellsbæjar verða skreytt mismunandi litum á hinni árlegu bæjarhátíð sem hófst í gær og lýkur á morgun. Litirnir verða bleikir, bláir, gulir og rauðir eftir því um hvaða hverfi er að ræða.

„Það var gaman að keyra um sveitina í gærkvöldi [fimmtudagskvöld] og sjá samstöðuna í fólki að skreyta. Menn fara sumir hamförum í þessu, sérstaklega í gula hverfinu. Það verður tvímælalaust mest skreytt þar,“ segir Davíð Þór Einarsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem sjálfur býr í rauða hverfinu.

„Það er mjög góð tilfinning að vera í rauða hverfinu,“ segir hann og hlær. „Þetta er þriðja árið í röð sem við förum af stað með svona litadæmi og það hefur alltaf verið meiri og meiri þátttaka.“

Í einu húsi í rauða hverfinu býr Helena Kristinsdóttir framleiðandi. Skreytingin þar er heldur óvenjuleg því sjálfur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, mun sitja á veröndinni fyrir framan húsið alla hátíðina, eða réttara sagt staðgengill hans.

„Það hefur ekkert heyrst af honum undanfarið þannig að við ákváðum að leyfa honum að taka þátt. Við ætlum að vera með partí í götunni fyrir framan húsið og hann ætlar að vera með. Það náðist ekki í hann persónulega og þess vegna ætlum við að hafa staðgengil,“ segir Helena.

Dómnefnd mun skera úr um fallegustu húsin í hverjum lit fyrir sig og í verðlaun verður heiðurinn sem hlýst af því að verða fyrir valinu. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.