Föðurland vort hafið 29. ágúst 2009 06:00 myndlist Áhöfn eftir Hrafnkel Sigurðsson er eitt verkanna á sýningu sem helguð er hafinu í Hafnarborg. Mynd/Hafnarborg/hrafnkell Sigurðsson Í gær var ný samsýning opnuð í Hafnarborg helguð hafinu í myndlist. Sýningin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarhafnar sem nú fagnar 100 ára afmæli sínu. Lífróður - Föðurland vort hálft er hafið, kalla sýningarstjórarnir safnið en þar eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem endurspegla hafið á ýmsan hátt. Mörg verkanna eru ný, sum hafa ekki áður verið sýnd hérlendis en flest eru þau frá síðustu tíu árum. Hér er á ferðinni áhugaverður hópur listamanna á ýmsum aldri og undrar ókunnugan hversu margir listamenn af yngstu kynslóðinni kjósa hafið sem efnivið. Sýningarstjórar eru þau Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson. Í tengslum við sýninguna standa Þjóðfræðistofa og Kvikmyndasafn Íslands að málþingi og kvikmyndasýningum sem tengjast efninu. Verður kvikmyndadagskráin samsett af kvikmyndum sem tengjast sjósókn og hafinu en þær verða í Bæjarbíói: sjá www.kvikmyndasafn.is. Kveikja sýningarinnar var sú sjálfsmynd sem birtist í orðræðu Íslendinga í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust þegar myndlíkingar sem tengdust hafinu urðu áberandi. Gripið er til myndlíkinga úr sjómannamáli þegar eitthvað bjátar á og aðstæður verða óvæntar og illskiljanlegar. Heiti sýningarinnar, Lífróður, vísar orðrétt til hafs og sjómennsku en nú á tímum er hugtakið fyrst og fremst notað í yfirfærðri merkingu í daglegu máli. Titillinn Föðurland vort hálft er hafið er sóttur í sálm Jóns Magnússonar (1896-1944). pbb@frettabladid.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Í gær var ný samsýning opnuð í Hafnarborg helguð hafinu í myndlist. Sýningin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarhafnar sem nú fagnar 100 ára afmæli sínu. Lífróður - Föðurland vort hálft er hafið, kalla sýningarstjórarnir safnið en þar eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem endurspegla hafið á ýmsan hátt. Mörg verkanna eru ný, sum hafa ekki áður verið sýnd hérlendis en flest eru þau frá síðustu tíu árum. Hér er á ferðinni áhugaverður hópur listamanna á ýmsum aldri og undrar ókunnugan hversu margir listamenn af yngstu kynslóðinni kjósa hafið sem efnivið. Sýningarstjórar eru þau Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson. Í tengslum við sýninguna standa Þjóðfræðistofa og Kvikmyndasafn Íslands að málþingi og kvikmyndasýningum sem tengjast efninu. Verður kvikmyndadagskráin samsett af kvikmyndum sem tengjast sjósókn og hafinu en þær verða í Bæjarbíói: sjá www.kvikmyndasafn.is. Kveikja sýningarinnar var sú sjálfsmynd sem birtist í orðræðu Íslendinga í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust þegar myndlíkingar sem tengdust hafinu urðu áberandi. Gripið er til myndlíkinga úr sjómannamáli þegar eitthvað bjátar á og aðstæður verða óvæntar og illskiljanlegar. Heiti sýningarinnar, Lífróður, vísar orðrétt til hafs og sjómennsku en nú á tímum er hugtakið fyrst og fremst notað í yfirfærðri merkingu í daglegu máli. Titillinn Föðurland vort hálft er hafið er sóttur í sálm Jóns Magnússonar (1896-1944). pbb@frettabladid.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira