Lífið

Stofnar nýja söngleikjadeild

Söngur, dans og leiklist Ívar mun sjá um söngleikjadeildina í Söngskólanum, en ásamt honum hafa Kjartan Valdemarsson tónlistarstjóri, Sibylle Köll danshöfundur og Dagrún Hjartardóttir umsjón með söngkennslu.
fréttablaðið/Arnþór
Söngur, dans og leiklist Ívar mun sjá um söngleikjadeildina í Söngskólanum, en ásamt honum hafa Kjartan Valdemarsson tónlistarstjóri, Sibylle Köll danshöfundur og Dagrún Hjartardóttir umsjón með söngkennslu. fréttablaðið/Arnþór

„Það er skrítið að þetta skuli ekki vera komið fyrr miðað við vinsældirnar á þessu leiklistarlistarformi," segir Ívar Helgason, söngvari, leikari og dansari. Ívar mun sjá um nýja söngleikjadeild innan Söngskólans í Reykjavík í haust í fyrsta sinn og verða áheyrnarprufur haldnar 2. september.

„Þegar ég kom heim fyrir tveimur árum, eftir að hafa búið úti í sex ár og unnið við söngleiki í Austurríki, Þýskalandi, Sviss og Ítalíu, var ég búinn að plana að opna Söngleikjaskóla Íslands í Hafnafirði. Ég var búinn að vera að vinna að því í samvinnu við Flensborgarskólann, en út af aðstæðum í dag var það bara komið í frystinn. Ég dreif mig í söngkennaranám í Söngskólanum í Reykjavík því ég vildi vera með kennararéttindi og í sumar talaði svo Dagrún Hjartardóttir við mig fyrir hönd Garðars Cortes því þau sáu sér tækifæri til að bæta við námsframboð skólans," útskýrir Ívar.

Söngleikjadeildin miðast við framhaldsskólaaldur. „Við erum náttúrlega bara að koma þessu af stað, en við stefnum á að þetta verði fjögurra ára nám með viðtækum efnistökum. Það eru engin skilyrði um fyrra nám eða reynslu, en við biðjum fólk að undirbúa eitt til tvö lög til flutnings í áheyrnarprufunum og svo verðum við með smá hreyfingar þar sem allir dansa saman." Áhugasamir geta skráð sig í gegnum heimasíðuna songskolinn.is. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.