Lífið

Gordon hættir ekki að tala um lundann

Talar gjarnan um lundann Gordon Ramsay talar um lundaveiðarnar í Vestmannaeyjum við hvert tækifæri, nú síðast hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel.
Talar gjarnan um lundann Gordon Ramsay talar um lundaveiðarnar í Vestmannaeyjum við hvert tækifæri, nú síðast hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel.

Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay virðist hafa orðið hugfanginn af dvöl sinni í Vestmanneyjum og ekkert síður af hinum íslenska lunda. Hann getur hreinlega ekki hætt að tala um fuglinn og eyjarnar í erlendum fjölmiðlum. Ramsay var þannig í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel og ræddi þar um hvernig hann hefði veitt lundann, rifið úr honum hjartað og borðað það hrátt. Fuglinn hefði síðan verið grillaður og borinn fram með fersku gúrkusalati.

Ramsay hefur auglýst Íslandsferð sína nokkuð mikið og má varla mæta í blaða- eða sjónvarpsviðtal án þess að minnast á lundahjartað, þegar hann datt fram af bjargi eða ældi eftir að hafa smakkað íslenskan hákarl. Lundainnslagið í þætti Ramsays, The F Word, vakti enda hörð viðbrögð á sínum tíma því fjöldi breskra sjónvarpsáhorfenda kvartaði mikið undan aðförum Ramsays og töldu meðal annars að lundinn væri í útrýmingarhættu. - fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.