Innlent

Þyrla gæslunnar sótti tvo sjómenn

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gærkvöldi til aðstoðar tveimur skipverjum á línuveiðiskipinu Valdimari GK-195 vegna óhapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norðvestur af Öndverðarnesi.

Að sögn vaktstjóra hjá gæslunni voru mennirnir um borð í léttabátnum sem verið var að hífa þegar spotti gaf sig og báturinn féll í sjóinn. Við það fengu mennirnir högg og var talið réttast að kalla eftir aðstoð þyrlunnar. Valdimar er um 600 tonn að stærð og 38 m að lengd. Skipstjóri línuveiðiskipsins var beðinn um að halda í átt að Snæfellsnesi en þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið frá Reykjavík um klukkan hálftíu og önnur skömmu seinna til að vera til taks öryggisins vegna á Rifi á Snæfellsnesi.

Flugið gekk að sögn gæslunnar vel og voru mennirnir komnir á sjúkrahús um miðnætti. Líðan skipverjanna tveggja mun vera eftir atvikum góð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×