Lífið

Leikherbergi Brads Pitt

Ungt og leikur sér Brad Pitt er of þreyttur til að fara út að skemmta sér og býður vinum sínum þess í stað heim.
nordicphotos/Getty
Ungt og leikur sér Brad Pitt er of þreyttur til að fara út að skemmta sér og býður vinum sínum þess í stað heim. nordicphotos/Getty

Brad Pitt segist ekki hafa orku til að fara út að skemmta sér nú þegar hann er sex barna faðir. Þess í stað býður hann vinum sínum heim til sín þegar hann hefur þörf fyrir félagsskap.

Samkvæmt heimildum hefur Pitt útbúið sérstakt „leikherbergi“ fyrir sig og vini sína og hefur ekkert verið til sparað. Pitt og sambýliskona hans, Angelina Jolie, eiga þrjú heimili og er „leikherbergi“ í hverju þeirra. Í herbergjunum má meðal annars líta stóran bjórkæli og mótorhjól af ýmsum gerðum.

Herbergið í New Orleans er ríkmannlegast. Þar geymir Pitt gömul Harley-Davidson-mótorhjól og einstakt safn gamalla vínyl­platna með rokktónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.