Innlent

Sátt um 19. aldar götumynd á Laugavegi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri.

Afstaða meirihlutans í Reykjavík til skipulags og uppbyggingar á reitnum Laugavegi 4 til 6 hefur ekkert breyst. Á síðasta sumri hafi náðst góð sátt um skipulag á reitnum í anda þeirrar götumyndar sem mikilvægt sé að standa vörð um á þessum stað.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, spurði um skipulag á reitnum á fundi borgarráðs í morgun vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag þar sem fram kemur að Reykjavíkurborg ætli að selja húsin til verktaka. Borgin keypti húsin í fyrra á 580 milljónir króna og var tekist á um kaupin sem þótt umdeild.

Ólafur spurði á fundinum hvort að borgaryfivöld ætluðu ekki að ekki standa við áður gefin fyrirheit um uppbyggingu við húsanna í anda þeirrar 19. aldar götumyndar sem enn sé hægt að varðveita neðst á Laugaveginum.

Komið í veg fyrir friðun

„Varðandi það hver mun byggja upp á reitnum, þá hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Reykjavíkurborg mun sjálf byggja upp skv. því skipulagi eða hvort aðrir koma að því," segir í bókun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Umrædd frétt virðist því byggð á misskilningi hvað þetta varðar, að mati meirihlutans.

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í framhaldinu fram fyrirspurn í fjórum liðum, líkt og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag. Þeir héldu því jafnframt fram að með kaupunum hafi verið komið í veg fyrir friðun húsanna sem var í formlegu ferli og beið ákvörðunar menntamálaráðherra. Sjálfstæðismenn hafi notað 580 milljónir úr borgarsjóði við kaupin.

„Framsóknarverktakabílastæðahúsamenning"

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans.

Ólafur sagðist í kjölfarið hafa allt frá árinu 2003 beitt sér gegn þeirri

„framsóknarverktakabílastæða- húsamenningu" sem réði ríkjum í skipulagi borgarinnar í valdatíð R-listans.

„Ef menningarverðmætum hefði verið varpað á glæ eins og útlit var fyrir hefði tjónið á menningararfinum vart verið metið til fjár auk þeirra afleiðinga sem það hefði haft á mannlíf, atvinnustarfsemi og ferðaiðnað við Laugaveg. Undirritaður lagði til þegar árið 2005 að kaupa byggingar- og skipulagsréttinn við Laugaveg 4-6," segir í bókun Ólafs.


Tengdar fréttir

Minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna

Húsin að Laugavegi 4 og 6 munu standa óhreyfð næstu ár og eru minnisvarði um misnotkun sjálfstæðismanna, að mati Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×