Erlent

Áttundi fóturinn finnst við Vancouver

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fótamálið þykir hið dularfyllsta.
Fótamálið þykir hið dularfyllsta.

Áttunda mannsfætinum hefur nú skolað upp á Kyrrahafsströnd Kanada, nálægt Vancouver. Fæturnir hafa fundist einn af öðrum yfir tveggja ára tímabil en töluvert langt er um liðið síðan fótur fannst síðast á svæðinu. Lögregla stendur hálfráðalaus gagnvart þessu furðulega máli og veit ekki almennilega hvert rannsóknin ætti að beinast. Flestir fótanna hafa verið íklæddir skóm og segja sérfræðingar að líkamshlutar geti rekið þúsundir sjómílna án þess að leysast upp og hverfa séu þeir varðir af skóm eða öðrum fatnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×