Lífið

South River með Guðrúnu

Hljómsveitin South River Band heldur þrenna tónleika á næstunni.
Hljómsveitin South River Band heldur þrenna tónleika á næstunni.
Hljómsveitin South River Band og söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ætla að leggja land undir fót og halda þrenna tónleika á næstunni. Fyrstu tónleikarnir verða á Gömlu-Borg í Grímsnesi á miðvikudag, þeir næstu á Café Rosenberg 8. júlí og þeir síðustu á Kumlinge á Álandseyjum 10. júlí. Allir hefjast þeir klukkan 21. Efnisskrá tónleikanna verður blanda af gömlu og nýju efni auk laga Guðrúnar. Núverandi meðlimir South River Band eru Helgi Þór Ingason, Ólafur Sigurðsson, Matthías Stefánsson, Ólafur Þórðarson og Grétar Ingi Grétarsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.