Lífið

Bono pistlahöfundur hjá New York Times

Popparinn og mannréttindafrömuðurinn Bono verður dálkahöfundur hjá stórblaðinu New York Times. Fram kom í blaðinu að fyrsti dálkur Bono birtist á sunnudaginn, og verður einnig hægt að nálgast hann á hlaðvarpi á heimasíðu blaðsins.

Bono sagði í viðtali við blaðið að starfið væri honum mikill heiður, en varaði þó við því að réttritun hefði aldrei verið hans sterkasta hlið.

Dálkurinn kemur til með að fjalla um hin ýmsu mál sem brenna á popparanum, en hann hefur meðal annars verið öflugur baráttumaður gegn eyðni og fátækt í Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.