Lífið

Pönksöngleikur frá Green Day

Green Day í söngleikina.
Green Day í söngleikina.

Ameríska pönkrokktríóið Green Day hefur löngum verið undir miklum áhrif frá The Who. Það er því ekkert skrítið að nú hefur bandið gert söngleik upp úr plötunni American Idiot frá 2004 á sama hátt og The Who setti Tommy á fjalirnar í kringum 1970.

American Idiot-söngleikurinn var frumsýndur í Berkeley í Kaliforníu, í september og hefur gengið gríðar­lega vel. Billie Joe Arm­strong, aðalmaður Green Day, samdi söngleikinn með Michael Mayer, sem sló í gegn með söngleiknum Spring Awakening.

Verkið fjallar um þá félaga Jesus of Suburbia, St. Jimmy og Whatsername og leikararnir dansa og syngja við rokklögin eins og gerist og gengur í söngleikjum. Billie vonast auðvitað til að söngleikurinn verði gerður að kvikmynd á endanum, en frá engu hefur verið gengið enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.