Höskuldur biðst ekki afsökunar 7. nóvember 2009 17:15 Höskuldur Þórhallsson. Mynd/Anton Brink Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar. Þórunn krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í gær. Höskuldur hafi sagt í þingræðu í fyrradag að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. Þórunn neitaði því hins vegar að Umboðsmaður hafi gefið frá sér slíkt álit. „Öll þau ár sem ég hef verið í þessum sal hefur mér aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti og nú," sagði Þórunn. Hún sagði að Höskuldur hlyti að draga ummæli sín til baka og leyfa sannleikanum að njóta sín í sal Alþingis. Höskuldur fjallar um málið á heimasíðu sinni í dag. Hann segir að í áliti umboðsmanns Alþingis frá 29. desember 2008 fari ekki milli mála að umboðsmaður komist að þeirri niðurstöðu að Þórunn hafi brotið lög. „Að mínu mati hefði verið eðlilegt að þingmaðurinn sem sakaði mig um lygar hefði komið fram og beðið mig afsökunar á þeim orðum. Það sem mér finnst hins vegar lítilmannlegt er að þingmaðurinn reyndi í ræðu að leggja mér orð í munn og gefa í skyn að ég hafi sagt að umboðsmaður Alþingis hafi aldrei gefið álit sitt á úrskurðinum um hið sameiginlega mat. Það sagði ég hvergi," segir Höskuldur. Tengdar fréttir Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6. nóvember 2009 10:42 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar. Þórunn krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í gær. Höskuldur hafi sagt í þingræðu í fyrradag að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. Þórunn neitaði því hins vegar að Umboðsmaður hafi gefið frá sér slíkt álit. „Öll þau ár sem ég hef verið í þessum sal hefur mér aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti og nú," sagði Þórunn. Hún sagði að Höskuldur hlyti að draga ummæli sín til baka og leyfa sannleikanum að njóta sín í sal Alþingis. Höskuldur fjallar um málið á heimasíðu sinni í dag. Hann segir að í áliti umboðsmanns Alþingis frá 29. desember 2008 fari ekki milli mála að umboðsmaður komist að þeirri niðurstöðu að Þórunn hafi brotið lög. „Að mínu mati hefði verið eðlilegt að þingmaðurinn sem sakaði mig um lygar hefði komið fram og beðið mig afsökunar á þeim orðum. Það sem mér finnst hins vegar lítilmannlegt er að þingmaðurinn reyndi í ræðu að leggja mér orð í munn og gefa í skyn að ég hafi sagt að umboðsmaður Alþingis hafi aldrei gefið álit sitt á úrskurðinum um hið sameiginlega mat. Það sagði ég hvergi," segir Höskuldur.
Tengdar fréttir Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6. nóvember 2009 10:42 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6. nóvember 2009 10:42