Erlent

Fórnarlamb skotárásar reyndist undirheimakóngur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Veitingahúsaeigandinn sem særðist í skotárás á veitingahúsinu Bali í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld er þekktur í undirheimum borgarinnar og gengur þar undir heitinu Mr. Big.

Þetta segir lögreglan í Kaupmannahöfn og bendir á að maðurinn, sem er kínverskur að uppruna, hafi um áraraðir verið lykilmaður í skipulagðri glæpastarfsemi í borginni. Lögregluvakt er á sjúkrahúsinu sem hann var lagður inn á og hafa um 40 skósveinar Mr. Big einnig safnast þar saman. Skotmaðurinn er ófundinn en lögregla telur sig vita hver hann er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×