Innlent

Valgerður sat sinn síðasta þingfund

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður framsóknarflokks, sat sinn síðasta þingfund á Alþingi í dag. Sjálfstæðismenn færðu Valgerði blómvönd í tilefni dagsins og þá bauð þingflokkur framsóknarmanna upp á kaffi og hnallþóru henni til heiðurs. Valgerður sat í tæp 22 ár á þingi. Hún var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1999 til 2006 og síðar utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×