Erlent

106 ára gömul kona neitar að yfirgefa hjúkrunarheimili

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Louisa Watts.
Louisa Watts. MYND/Telegraph

Hundrað og sex ára gömul kona, Louisa Watts, sem er fimmta elsta kona Bretlands, berst nú gegn því að vera flutt af hjúkrunarheimili í Wolverhampton sem til stendur að loka í sparnaðarskyni. Ætlunin er að flytja hana, og aðra vistmenn, á önnur heimili og það líkar þeim ekki. Sonur Watts heldur því fram að hún muni ekki þola flutning í nýtt og framandi umhverfi. Vistmennirnir tíu sem búa á heimilinu vilja halda hópinn í stað þess að láta dreifa sér á önnur heimili og hafa fengið lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×