Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það upp að hann hafi mikið reynt að krækja í framherjann Fernando Torres þegar hann var við stjórnvölinn hjá enska liðinu.
Torres var þá leikmaður Atletico Madrid, en fór sem kunnugt er til Liverpool þar sem hann hefur slegið í gegn síðan.
"Torres og Steven Gerrard vinna mjög vel saman og Torres getur skorað mörk upp úr engu þó hann sé ekki upp á sitt besta," sagði Ísraelsmaðurinn þegar hann var spurður út í enn eitt einvígið hjá Chelsea og Liverpool í Meistaradeildinni.
"Torres er einn besti framherji sem ég hef séð spila og ég reyndi mikið að fá hann þegar ég var hjá Chelsea," sagði Grant í samtali við Daily Mail.