Erlent

Berlusconi hneykslar með ummælum um fórnarlömb jarðskjálftanna

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AP
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er þekktur fyrir ummæli sem vekja nokkra athygli. Í viðtali við þýska sjónvarpsstöð í gær um jarðskjálftann mikla barst talið að þúsundum manna sem misstu heimili sín og þurfa nú að hafast við í tjöldum.

Berluscini sagði að fólkið hefði allt sem það þyrfti, mat og heilsugæslu. Hýbýlin væru að vísu nokkuð einföld þessa stundina en fólkið ætti bara að líta á þetta sem útilegu. Tala þeirra sem fórust í jarðskjálftanum er nú komin upp í 250.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×