Erlent

Obama heimsótti hermenn í Írak

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti hermenn sína í Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær á leið sinni frá Tyrklandi og lauk þar með átta daga ferðalagi sínu sem hófst á G20-ráðstefnunni í London í síðustu viku.

Obama ræddi við Raymond Odierno hershöfðingja og ávarpaði að því loknu 600 hermenn. Sagði hann meðal annars að nú yrði fljótlega tímabært að Írakar stæðu á eigin fótum og bæru ábyrgð á landi sínu eftir sex ára tímabil sem kostað hefði þúsundir mannslífa. Einnig ræddi Obama við Jalal Talabani, forseta Íraks, og forsætisráðherrann Nouri al-Maliki í síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×