Innlent

Varaformaður fjárlaganefndar vill heilbrigðisstofnanir til sveitarfélaga

Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.
Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.

Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, styður heilshugar þá hugmynd að færa nærþjónustu alfarið til sveitafélaganna. Þetta sagði hann á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var á sal Fjölbrautarskóla Norðurlands-vestra nú fyrir stundu. Á fundinum voru fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu ræddar.

Á héraðsfréttarvefnum Feyki kemur fram að Kristján hafi sagt að hann væri á þessari skoðun vegna eigin reynslu sem sveitarstjórnarmaður. Fundurinn var fjölmennur og voru ræðumenn sammála um að nú væri komið nóg og tími til að heimamenn spyntu við fótum.

Á borgarafundinum var samþykkt ályktun þar sem áformum heilbrigðisráðherra um að sameina Heilbrigðisstofnuni Sauðárkróki öðrum heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi og vinnubrögð ráðherra í málinu voru átalin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×