Lífið

Winehouse fékk nálgunarbann á ljósmyndara

Heiðurskonan Winehouse hefur fengið lögbann á ljósmyndara.
Heiðurskonan Winehouse hefur fengið lögbann á ljósmyndara.
Breska blaðið Guardian fullyrðir að dómstóll þar í landi hafi úrskurðað að ljósmyndarar hasarblaðanna megi ekki koma nálægt söngkonunni Amy Winehouse á heimili hennar.

Segir blaðið að Winehouse hafi óskað eftir því að ljósmyndarar yrðu að halda sig í 100 metra radíus frá henni á meðan að hún væri heima. Winehouse, sem er 25 ára gömul, hefur verið vinsælt efni slúðurblaðanna vegna sukklífernis hennar og meintrar fíkniefnaneyslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.