Ég drap mömmu 5. september 2009 04:00 Xavier Dolan í kvikmynd sinni, Ég drap mömmu, sem verður opnunarmynd á Riff í haust.mynd riff Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum. Fleiri kanadískar myndir verða á dagskrá Riff dagana 17.-27.september: í Antoine eftir Laura Bari er skyggnst inn í líf Antoines, fimm ára, sem stýrir útvarpsþætti, sinnir leynilögreglustörfum og keyrir bíl. Antoine er af víetnömskum uppruna og fæddist hundrað dögum fyrir tímann. Antoine er blindur. Skjannabirta: Þegar andi og efni mætast, eftir Velcrow Ripper. Hvað er Darryl Hannah að gera uppi í tré? Hún er trjáfaðmari og stolt af því að vernda umhverfið, stolt af því að gera það sem henni dettur í hug. Og hún er aðeins ein af mörgum sem gera það í þessari mynd, ásamt Danny Glover, Desmond Tutu og öðru minna þekktu baráttufólki. Mamma er hjá hárgreiðslumanninum, eftir Léa Pool. Sumarið 1966 var tími til þess að njóta sumarfrís og frelsis. En Élise sér uppnámið sem brotthvarf móðurinnar veldur í fjölskyldunni. Élise ákveður því að taka málin í eigin hendur. Stolið: manifestó rímixarans, er eftir Brett Gaylor. Ef þú ert internet-aktívisti á borð við Brett Gaylor gerirðu bíómynd sem er ólögleg. Listamaðurinn GirlTalk blandar saman annarra manna lögum til að búa til sína eigin tónlist, í trássi við gildandi höfundarréttarlög. Tónlist GirlTalk er eitt af mörgum dæmum sem bregða gagnrýnu ljósi á höfundarrétt, sem stangast á við lögmál internetsins. Þetta eru þær fjórar myndir sem í boði verða á Riff frá Kanada en hátíðin hefst 17. september. Sjá nánar www.riff.is. - pbb Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum. Fleiri kanadískar myndir verða á dagskrá Riff dagana 17.-27.september: í Antoine eftir Laura Bari er skyggnst inn í líf Antoines, fimm ára, sem stýrir útvarpsþætti, sinnir leynilögreglustörfum og keyrir bíl. Antoine er af víetnömskum uppruna og fæddist hundrað dögum fyrir tímann. Antoine er blindur. Skjannabirta: Þegar andi og efni mætast, eftir Velcrow Ripper. Hvað er Darryl Hannah að gera uppi í tré? Hún er trjáfaðmari og stolt af því að vernda umhverfið, stolt af því að gera það sem henni dettur í hug. Og hún er aðeins ein af mörgum sem gera það í þessari mynd, ásamt Danny Glover, Desmond Tutu og öðru minna þekktu baráttufólki. Mamma er hjá hárgreiðslumanninum, eftir Léa Pool. Sumarið 1966 var tími til þess að njóta sumarfrís og frelsis. En Élise sér uppnámið sem brotthvarf móðurinnar veldur í fjölskyldunni. Élise ákveður því að taka málin í eigin hendur. Stolið: manifestó rímixarans, er eftir Brett Gaylor. Ef þú ert internet-aktívisti á borð við Brett Gaylor gerirðu bíómynd sem er ólögleg. Listamaðurinn GirlTalk blandar saman annarra manna lögum til að búa til sína eigin tónlist, í trássi við gildandi höfundarréttarlög. Tónlist GirlTalk er eitt af mörgum dæmum sem bregða gagnrýnu ljósi á höfundarrétt, sem stangast á við lögmál internetsins. Þetta eru þær fjórar myndir sem í boði verða á Riff frá Kanada en hátíðin hefst 17. september. Sjá nánar www.riff.is. - pbb
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira