Innlent

Reynt að brjótast inn í gróðurhús

Gerð var tilraun til að brjótast inn í gróðurhús í Hveragerði í nótt, en styggð virðist hafa komið að þjófunum þegar þeir sáu til ferða öryggisvarða. Þeir forðuðu sér án þess að hafa neitt á brott með sér, en grunur leikur á að þeir hafi verið að slægjast eftir gróðurhúsalömpum til kannabisræktunar. Slíkir lampar hafa nú hrannast upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar upprætingar á kannabisræktun þar, en þeir eru flestir eða allir þýfi úr gróðurhúsum á Suðvesturlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×