Vonast til að ná sáttum við þjóðina Breki Logason skrifar 1. febrúar 2009 14:08 Jóhanna Sigurðardóttir MYND/STEFÁN Jóhanna Sigurðardóttir sagðist eftir fund sinn með forseta Íslands á Bessastöðum þakka það traust og trúnað sem henni er sýnt með því að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokksins nú vera á lokastigi en verkáætlun tveggja fyrrnefndu flokkanna er tilbúin. Hún sagði því ekkert því til fyrirstöðu að mynda þessa ríkisstjórn og kynna ráðherra hennar fyrir forseta Íslands. Það mun hún gera á ríkisráðsfundi klukkan 18:00 í dag. Jóhanna sagði að umrædd verkáætlun sem nú lægi fyrir væri þannig uppbyggð að hún gæti orðið til þess að draga úr þeirri sundrung og upplausn sem verið hefur í samfélaginu á undanförnum vikum og mánuðum. Hún sé leið til sátta við þjóðina og mikilvæg í þeim verkum sem framundan eru. „Ég vil einnig þakka það traust sem formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sýna mér með því að leiða þessa ríkisstjórn. Verkefnið sem nú er framundan er fyrst og fremst það að reisa við atvinnuvegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ég vona að þessi ríkisstjórn verði farsæl þannig að hún geti leitt þjóðina út úr þeim ógöngum sem við erum í á þessum erfiðustu tímum sem þjóðin hefur upplifað í marga áratugi," sagði Jóhanna á Bessastöðum. „Verkefnið er einnig að endurreisa hér íslensk efnahagslíf eins og við getum á þeim stutta tíma sem við höfum," sagði Jóhanna og bætti við að nauðsynlegt væri að koma á nýjum gildum í samfélaginu. Hún sagðist nú halda á þingflokksfund Samfylkingar og strax að honum loknum verður haldinn flokksráðsfundur flokksins. Síðan verður haldinn blaðamannafundur klukkan 16:00. „Ég mun síðan mæta með ráðherraefni mín hingað síðar í dag eða kvöld." Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagðist eftir fund sinn með forseta Íslands á Bessastöðum þakka það traust og trúnað sem henni er sýnt með því að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokksins nú vera á lokastigi en verkáætlun tveggja fyrrnefndu flokkanna er tilbúin. Hún sagði því ekkert því til fyrirstöðu að mynda þessa ríkisstjórn og kynna ráðherra hennar fyrir forseta Íslands. Það mun hún gera á ríkisráðsfundi klukkan 18:00 í dag. Jóhanna sagði að umrædd verkáætlun sem nú lægi fyrir væri þannig uppbyggð að hún gæti orðið til þess að draga úr þeirri sundrung og upplausn sem verið hefur í samfélaginu á undanförnum vikum og mánuðum. Hún sé leið til sátta við þjóðina og mikilvæg í þeim verkum sem framundan eru. „Ég vil einnig þakka það traust sem formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sýna mér með því að leiða þessa ríkisstjórn. Verkefnið sem nú er framundan er fyrst og fremst það að reisa við atvinnuvegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ég vona að þessi ríkisstjórn verði farsæl þannig að hún geti leitt þjóðina út úr þeim ógöngum sem við erum í á þessum erfiðustu tímum sem þjóðin hefur upplifað í marga áratugi," sagði Jóhanna á Bessastöðum. „Verkefnið er einnig að endurreisa hér íslensk efnahagslíf eins og við getum á þeim stutta tíma sem við höfum," sagði Jóhanna og bætti við að nauðsynlegt væri að koma á nýjum gildum í samfélaginu. Hún sagðist nú halda á þingflokksfund Samfylkingar og strax að honum loknum verður haldinn flokksráðsfundur flokksins. Síðan verður haldinn blaðamannafundur klukkan 16:00. „Ég mun síðan mæta með ráðherraefni mín hingað síðar í dag eða kvöld."
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira