Vonast til að ná sáttum við þjóðina Breki Logason skrifar 1. febrúar 2009 14:08 Jóhanna Sigurðardóttir MYND/STEFÁN Jóhanna Sigurðardóttir sagðist eftir fund sinn með forseta Íslands á Bessastöðum þakka það traust og trúnað sem henni er sýnt með því að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokksins nú vera á lokastigi en verkáætlun tveggja fyrrnefndu flokkanna er tilbúin. Hún sagði því ekkert því til fyrirstöðu að mynda þessa ríkisstjórn og kynna ráðherra hennar fyrir forseta Íslands. Það mun hún gera á ríkisráðsfundi klukkan 18:00 í dag. Jóhanna sagði að umrædd verkáætlun sem nú lægi fyrir væri þannig uppbyggð að hún gæti orðið til þess að draga úr þeirri sundrung og upplausn sem verið hefur í samfélaginu á undanförnum vikum og mánuðum. Hún sé leið til sátta við þjóðina og mikilvæg í þeim verkum sem framundan eru. „Ég vil einnig þakka það traust sem formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sýna mér með því að leiða þessa ríkisstjórn. Verkefnið sem nú er framundan er fyrst og fremst það að reisa við atvinnuvegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ég vona að þessi ríkisstjórn verði farsæl þannig að hún geti leitt þjóðina út úr þeim ógöngum sem við erum í á þessum erfiðustu tímum sem þjóðin hefur upplifað í marga áratugi," sagði Jóhanna á Bessastöðum. „Verkefnið er einnig að endurreisa hér íslensk efnahagslíf eins og við getum á þeim stutta tíma sem við höfum," sagði Jóhanna og bætti við að nauðsynlegt væri að koma á nýjum gildum í samfélaginu. Hún sagðist nú halda á þingflokksfund Samfylkingar og strax að honum loknum verður haldinn flokksráðsfundur flokksins. Síðan verður haldinn blaðamannafundur klukkan 16:00. „Ég mun síðan mæta með ráðherraefni mín hingað síðar í dag eða kvöld." Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagðist eftir fund sinn með forseta Íslands á Bessastöðum þakka það traust og trúnað sem henni er sýnt með því að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokksins nú vera á lokastigi en verkáætlun tveggja fyrrnefndu flokkanna er tilbúin. Hún sagði því ekkert því til fyrirstöðu að mynda þessa ríkisstjórn og kynna ráðherra hennar fyrir forseta Íslands. Það mun hún gera á ríkisráðsfundi klukkan 18:00 í dag. Jóhanna sagði að umrædd verkáætlun sem nú lægi fyrir væri þannig uppbyggð að hún gæti orðið til þess að draga úr þeirri sundrung og upplausn sem verið hefur í samfélaginu á undanförnum vikum og mánuðum. Hún sé leið til sátta við þjóðina og mikilvæg í þeim verkum sem framundan eru. „Ég vil einnig þakka það traust sem formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sýna mér með því að leiða þessa ríkisstjórn. Verkefnið sem nú er framundan er fyrst og fremst það að reisa við atvinnuvegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu. Ég vona að þessi ríkisstjórn verði farsæl þannig að hún geti leitt þjóðina út úr þeim ógöngum sem við erum í á þessum erfiðustu tímum sem þjóðin hefur upplifað í marga áratugi," sagði Jóhanna á Bessastöðum. „Verkefnið er einnig að endurreisa hér íslensk efnahagslíf eins og við getum á þeim stutta tíma sem við höfum," sagði Jóhanna og bætti við að nauðsynlegt væri að koma á nýjum gildum í samfélaginu. Hún sagðist nú halda á þingflokksfund Samfylkingar og strax að honum loknum verður haldinn flokksráðsfundur flokksins. Síðan verður haldinn blaðamannafundur klukkan 16:00. „Ég mun síðan mæta með ráðherraefni mín hingað síðar í dag eða kvöld."
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira