Erlent

Flugritarnir enn ófundnir

Flugritar úr Airbus farþegaflugvélar franska flugfélagsins Air France sem hrapaði í Atlantshafið í byrjun mánaðrins eru enn ófundnir. Franska dagblaðið Le Monde greindi frá því á vefsíðu sinni í morgun að björgunarmenn á frönsku herskipi hefðu numið merki frá einum flugrita vélarinnar en talsmenn Air France hefðu ekki viljað staðfesta það.

Talsmaður franska hersins vísaði þessu fréttum á bug fyrir stundu og segir að engin merki hafi verið numin úr svokölluðum svörtum kössum Air France flugvélarinnar. Þeirra væri enn leitað.

Farþegaflugvélin hrapaði í sjóinn 1. júní síðastliðinn með 228 manns innanborðs.


Tengdar fréttir

Merki heyrast frá flugritum Air France

Björgunaraðilar á vettvangi Air France-slyssins í Atlantshafi hafa nú numið merki frá flugritum vélarinnar, hinum svonefndu svörtu kössum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×