Lífið

Sveppi og Auddi í hlutverk handrukkara, róna og sjómanna

Auddi og Sveppi kynntust því af eigin raun hvernig það er að vera róni í Reykjavík. Gervin eru nokkuð góð.
Fréttablaðið/Valli
Auddi og Sveppi kynntust því af eigin raun hvernig það er að vera róni í Reykjavík. Gervin eru nokkuð góð. Fréttablaðið/Valli

„Þetta verður svona yfirbragðið á þáttunum núna, þeir verða þematengdir. Sveppi og Auddi ætla að vera sjómenn, handrukkarar og núna eru þeir að prófa hvernig það er að vera róni í Reykjavík," segir Kristófer Dignus, framleiðandi sjónvarpsþáttanna með þeim Auðunni Blöndal og Sverri Þór Sverris-syni. Eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að ná tali af þeim Audda og Sveppa þar sem þeir voru útigangsmenn í gær og það þykir fremur sjaldgæf sjón að sjá þá tala við fjölmiðla í gsm-síma.

Kristófer upplýsir að þeir félagar ætli sér að blanda geði við aðra sem eru í svipaðri aðstöðu. „En þetta er líka félagsfræðileg könnun á því hvernig fólk bregst við. Þeir hafa verið að fara inn í kyrrstæða bíla og viðmótið sem þeir hafa fengið er almennur viðbjóður," segir Kristófer en tekur fram að auðvitað sé grínið aldrei langt undan. Sveppi og Auddi hyggjast ekki koma heim til sín yfir nóttina heldur sofa úti.

Og eins og myndirnar bera með sér var haft töluvert fyrir því að búa til gott gervi fyrir þá. „Stefán Jörgen, einn fremsti förðunarlistamaður þjóðarinnar, kom og hjálpaði okkur, þeir voru einhverja fjóra til fimm tíma í stólnum hjá honum."- fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.