Lífið

Loksins sátt við sjálfa sig

Tekur upp danstónlist
Kelly Rowland einbeitir sér nú að danstónlist og er sátt þótt hún njóti ekki mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Tekur upp danstónlist Kelly Rowland einbeitir sér nú að danstónlist og er sátt þótt hún njóti ekki mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.

Kelly Rowland segist loksins vera búin að öðlast trú á hæfileika sína eftir að hafa lifað í ótta síðastliðin ár. Í viðtali við dagblaðið USA Today segist söngkonan hafa átt í erfiðleikum með sjálfsmynd sína þegar hún hóf sólóferil eftir að Destiny's Child hættu. Sólóferill hennar gekk ekki sem skyldi í Bandaríkjunum, en lög hennar hafa náð á topp vinsældalista út um allan heim.

„Ég er komin með endurnýjaða orku og sköpunarkrafturinn er í botni. Ég skemmti mér konunglega í hljóðverinu því nú er ég er að taka upp danstónlist," segir söngkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.