Fótbolti

Brasilía sigraði á Suður-Ameríkumóti U-20 liða

Walter var á skotskónum hjá Brasilíu
Walter var á skotskónum hjá Brasilíu AFP

Brasilíumenn tryggðu sér annan sigurinn í röð á Suður-Ameríkumóti knattspyrnuliða skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri í gærkvöld.

Ljóst varð að Brassar hefðu sinn tíunda sigur í keppninni frá upphafi þegar Úrúgvæ og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli í gær, en áður höfðu Brasilíumenn unnið 2-1 sigur á Kólumbíu með mörkum frá Wagner og Douglas Costa.

Ekkert lið getur nú náð Brasilíumönnum að stigum í keppninni en Brassar hafa hlotið 12 stig í keppninni, Úrúgvæ 7 stig, Paragvæ 5 stig, Kólumbía og Venesúela 3 stig og Argentína rekur lestina með aðeins 1 stig.

Ein umferð er eftir í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×