Innlent

Segja tölur um gjaldþrot ýktar

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Ekki er raunhæft að ætla að 3.500 fyrirtæki verði gjaldþrota á árinu, eins og tölur sem Credit Info á Íslandi hefur tekið saman gefa til kynna. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann segir að hér sé skuldastaða fyrirtækjanna tekin miðað við gengi krónunnar eins og það sé í dag. Það sé ekki raunhæft viðmið, enda vitað að gengið eigi eftir að styrkjast.

„Ég held að þetta séu mjög orðum auknar tölur, en auðvitað er það okkar markmið að koma í veg fyrir að slík stóráföll verði eins og þarna er lýst,“ segir Geir H. Haarde um tölurnar. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×