Fótbolti

Platini vill alvöru aðgerðir

Mynd/Stefán Karlsson

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, vill að knattspyrnuleikir verði hiklaust flautaðir af ef áhorfendur gerast sekir um kynþáttaníð.

Ítalska liðinu Juventus verður gert að spila heimaleik fyrir luktum dyrum á næstunni eftir að stuðningsmenn liðsins gerðust sekir um kynþáttaníð um síðustu helgi.

"Við viljum að leikir verði stöðvaðir í tíu mínútur ef svona lagað kemur fyrir og að sendar verði út viðvaranir í hátalarakerfum á völlunum. Ef það dugar ekki til að stöðva þetta, ber að flauta leikina af. Menn verða að sýna hugrekki til að bregðast við kynþáttafordómum," sagði Platini.

Hann hrósaði ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að taka strax í taumana í máli Mario Balotelli hjá Inter um síðustu helgi.

"Ítalska knattspyrnusambandið stendur í ströngu núna en það hefur tekið ábyrgð," sagði Platini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×