Innlent

Margir vilja ganga frá við Kárahnjúkavirkjun

Rafmagni var hleypt á vélar í Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar í október 2007.
Rafmagni var hleypt á vélar í Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar í október 2007. Mynd/GVA
Þrettán fyrirtæki tóku þátt í útboði vegna frágangsverks við Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun óskaði í mars eftir tilboðum í frágang vinnusvæða á Fljótsdalsheiði, við Laugarfell og á Vestur-Öræfum.

Þegar tilboðin voru opnuð í dag kom í ljós að fjögur tilboð lægri en kostnaðaráætlun sem gerði ráð fyrir rúmlega 160 milljón króna kostnaði við verkið.

Ylur ehf. og Héraðsfjörður ehf. áttu lægsta tilboðið og hljóðaði tilboð þeirra upp ú 122 milljónir. Hæsta tilboðið átti Urð og Grjót ehf. eða 281 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×