Semur Sign-plötu á íslensku 2. október 2009 04:45 Í sælunni í Svíþjóðþ Ragnar Sólberg vinnur að tónlist í Svíþjóð. Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign. Ragnar dvelur nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur að ýmsum tónlistarverkefnum. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um brotthvarf Egils Rafnssonar, bróður Ragnars, úr hljómsveitinni, eftir að Ragnar neitaði að skrifa undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. „Okkur var boðinn samningur sem ég vildi ekki skrifa undir og það var svolítið mikið mál fyrir aðra sem hafa lagt mikla vinnu í hljómsveitina,“ segir Ragnar. „Í kjölfarið hættu Egill og Gísli [umboðsmaður]. Ég og Arnar [gítarleikari] ákváðum að fara bara aftur í grundvallaratriðin; semja plötu saman í rólegheitunum og hafa hana á íslensku.“ Ragnar segist hafa séð hlutina í nýju ljósi eftir moldviðrið og ákveðið í kjölfarið að hafa plötuna á íslensku. „Ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki að hella mér alveg hundrað prósent út í þetta og vera alltaf með annan fótinn í einhverri skítarútu,“ segir hann. „Þá fattaði ég hvað það var sem fékk mig til að byrja á þessu í byrjun. Það er ekkert nema gleðin af því að gera tónlist. Einhvers staðar á leiðinni missti ég sjónar á því og þetta fór að snúast um allt annað en það.“ Sænski trommarinn Jon Skäre hleypur í skarð Egils í Sign, en hann er æskuvinur Sóleyjar, unnustu Ragnars, og trommar í nokkrum reggí- og þungarokkhljómsveitum í Svíþjóð. Ragnar var einnig að klára plötu ásamt Ómari Emilssyni, æskufélaga sínum úr Hafnarfirði. Þeir kalla hljómsveitina RÓ og stefna á að gefa plötuna út fyrir jól. „Við erum búnir að vinna í þessari plötu í fjögur ár, með rosalega löngum pásum inni á milli,“ segir hann. „Ég spila á hljóðfærin og svo syngjum við saman. Hann syngur meira en ég og þetta er acoustic-tónlist, en alls ekki auðmelt.“ Auglýsing sem Ragnar kom fram í fyrir Vodafone í Þýskalandi vakti athygli á dögunum. Ragnar syngur David Bowie-slagarann Heroes í auglýsingunni og var lagið gefið út í vefverslunum þar í landi. „Ég fór til Þýskalands og tók lagið upp með fínum pródúsentum sem hafa unnið að söluhæstu plötum Þýskalands og svona,“ segir Ragnar. „Samningurinn var bara upp á þetta lag og ef það gengur rosalega vel geri ég plötu í Þýskalandi í kjölfarið. Ég er hvorki að bíða né vonast eftir því.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Sjá meira
Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign. Ragnar dvelur nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur að ýmsum tónlistarverkefnum. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um brotthvarf Egils Rafnssonar, bróður Ragnars, úr hljómsveitinni, eftir að Ragnar neitaði að skrifa undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. „Okkur var boðinn samningur sem ég vildi ekki skrifa undir og það var svolítið mikið mál fyrir aðra sem hafa lagt mikla vinnu í hljómsveitina,“ segir Ragnar. „Í kjölfarið hættu Egill og Gísli [umboðsmaður]. Ég og Arnar [gítarleikari] ákváðum að fara bara aftur í grundvallaratriðin; semja plötu saman í rólegheitunum og hafa hana á íslensku.“ Ragnar segist hafa séð hlutina í nýju ljósi eftir moldviðrið og ákveðið í kjölfarið að hafa plötuna á íslensku. „Ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki að hella mér alveg hundrað prósent út í þetta og vera alltaf með annan fótinn í einhverri skítarútu,“ segir hann. „Þá fattaði ég hvað það var sem fékk mig til að byrja á þessu í byrjun. Það er ekkert nema gleðin af því að gera tónlist. Einhvers staðar á leiðinni missti ég sjónar á því og þetta fór að snúast um allt annað en það.“ Sænski trommarinn Jon Skäre hleypur í skarð Egils í Sign, en hann er æskuvinur Sóleyjar, unnustu Ragnars, og trommar í nokkrum reggí- og þungarokkhljómsveitum í Svíþjóð. Ragnar var einnig að klára plötu ásamt Ómari Emilssyni, æskufélaga sínum úr Hafnarfirði. Þeir kalla hljómsveitina RÓ og stefna á að gefa plötuna út fyrir jól. „Við erum búnir að vinna í þessari plötu í fjögur ár, með rosalega löngum pásum inni á milli,“ segir hann. „Ég spila á hljóðfærin og svo syngjum við saman. Hann syngur meira en ég og þetta er acoustic-tónlist, en alls ekki auðmelt.“ Auglýsing sem Ragnar kom fram í fyrir Vodafone í Þýskalandi vakti athygli á dögunum. Ragnar syngur David Bowie-slagarann Heroes í auglýsingunni og var lagið gefið út í vefverslunum þar í landi. „Ég fór til Þýskalands og tók lagið upp með fínum pródúsentum sem hafa unnið að söluhæstu plötum Þýskalands og svona,“ segir Ragnar. „Samningurinn var bara upp á þetta lag og ef það gengur rosalega vel geri ég plötu í Þýskalandi í kjölfarið. Ég er hvorki að bíða né vonast eftir því.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Sjá meira