Semur Sign-plötu á íslensku 2. október 2009 04:45 Í sælunni í Svíþjóðþ Ragnar Sólberg vinnur að tónlist í Svíþjóð. Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign. Ragnar dvelur nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur að ýmsum tónlistarverkefnum. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um brotthvarf Egils Rafnssonar, bróður Ragnars, úr hljómsveitinni, eftir að Ragnar neitaði að skrifa undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. „Okkur var boðinn samningur sem ég vildi ekki skrifa undir og það var svolítið mikið mál fyrir aðra sem hafa lagt mikla vinnu í hljómsveitina,“ segir Ragnar. „Í kjölfarið hættu Egill og Gísli [umboðsmaður]. Ég og Arnar [gítarleikari] ákváðum að fara bara aftur í grundvallaratriðin; semja plötu saman í rólegheitunum og hafa hana á íslensku.“ Ragnar segist hafa séð hlutina í nýju ljósi eftir moldviðrið og ákveðið í kjölfarið að hafa plötuna á íslensku. „Ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki að hella mér alveg hundrað prósent út í þetta og vera alltaf með annan fótinn í einhverri skítarútu,“ segir hann. „Þá fattaði ég hvað það var sem fékk mig til að byrja á þessu í byrjun. Það er ekkert nema gleðin af því að gera tónlist. Einhvers staðar á leiðinni missti ég sjónar á því og þetta fór að snúast um allt annað en það.“ Sænski trommarinn Jon Skäre hleypur í skarð Egils í Sign, en hann er æskuvinur Sóleyjar, unnustu Ragnars, og trommar í nokkrum reggí- og þungarokkhljómsveitum í Svíþjóð. Ragnar var einnig að klára plötu ásamt Ómari Emilssyni, æskufélaga sínum úr Hafnarfirði. Þeir kalla hljómsveitina RÓ og stefna á að gefa plötuna út fyrir jól. „Við erum búnir að vinna í þessari plötu í fjögur ár, með rosalega löngum pásum inni á milli,“ segir hann. „Ég spila á hljóðfærin og svo syngjum við saman. Hann syngur meira en ég og þetta er acoustic-tónlist, en alls ekki auðmelt.“ Auglýsing sem Ragnar kom fram í fyrir Vodafone í Þýskalandi vakti athygli á dögunum. Ragnar syngur David Bowie-slagarann Heroes í auglýsingunni og var lagið gefið út í vefverslunum þar í landi. „Ég fór til Þýskalands og tók lagið upp með fínum pródúsentum sem hafa unnið að söluhæstu plötum Þýskalands og svona,“ segir Ragnar. „Samningurinn var bara upp á þetta lag og ef það gengur rosalega vel geri ég plötu í Þýskalandi í kjölfarið. Ég er hvorki að bíða né vonast eftir því.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign. Ragnar dvelur nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur að ýmsum tónlistarverkefnum. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um brotthvarf Egils Rafnssonar, bróður Ragnars, úr hljómsveitinni, eftir að Ragnar neitaði að skrifa undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. „Okkur var boðinn samningur sem ég vildi ekki skrifa undir og það var svolítið mikið mál fyrir aðra sem hafa lagt mikla vinnu í hljómsveitina,“ segir Ragnar. „Í kjölfarið hættu Egill og Gísli [umboðsmaður]. Ég og Arnar [gítarleikari] ákváðum að fara bara aftur í grundvallaratriðin; semja plötu saman í rólegheitunum og hafa hana á íslensku.“ Ragnar segist hafa séð hlutina í nýju ljósi eftir moldviðrið og ákveðið í kjölfarið að hafa plötuna á íslensku. „Ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki að hella mér alveg hundrað prósent út í þetta og vera alltaf með annan fótinn í einhverri skítarútu,“ segir hann. „Þá fattaði ég hvað það var sem fékk mig til að byrja á þessu í byrjun. Það er ekkert nema gleðin af því að gera tónlist. Einhvers staðar á leiðinni missti ég sjónar á því og þetta fór að snúast um allt annað en það.“ Sænski trommarinn Jon Skäre hleypur í skarð Egils í Sign, en hann er æskuvinur Sóleyjar, unnustu Ragnars, og trommar í nokkrum reggí- og þungarokkhljómsveitum í Svíþjóð. Ragnar var einnig að klára plötu ásamt Ómari Emilssyni, æskufélaga sínum úr Hafnarfirði. Þeir kalla hljómsveitina RÓ og stefna á að gefa plötuna út fyrir jól. „Við erum búnir að vinna í þessari plötu í fjögur ár, með rosalega löngum pásum inni á milli,“ segir hann. „Ég spila á hljóðfærin og svo syngjum við saman. Hann syngur meira en ég og þetta er acoustic-tónlist, en alls ekki auðmelt.“ Auglýsing sem Ragnar kom fram í fyrir Vodafone í Þýskalandi vakti athygli á dögunum. Ragnar syngur David Bowie-slagarann Heroes í auglýsingunni og var lagið gefið út í vefverslunum þar í landi. „Ég fór til Þýskalands og tók lagið upp með fínum pródúsentum sem hafa unnið að söluhæstu plötum Þýskalands og svona,“ segir Ragnar. „Samningurinn var bara upp á þetta lag og ef það gengur rosalega vel geri ég plötu í Þýskalandi í kjölfarið. Ég er hvorki að bíða né vonast eftir því.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira