Enski boltinn

Benitez: Sagði ekki að Liverpool væri betra lið en Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic Photos/Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, neitar að hafa haldið því fram að Liverpool væri betra lið en Man. Utd í viðtali sem birtist við hann í dag.

„Þetta er ekki satt. Ég sagði þetta ekki. Þetta var venjulegt spjall við góðan blaðamann sem hefur eitthvað snúið út úr mínum orðum," sagði Benitez við Sky Sports.

Liverpool mætir Hull í ensku úrvalsdeildinni á morgun og Liverpool hreinlega verður að vinna leikinn.

„Það sjá allir að United er við stjórnvölinn en við verðum að halda áfram að gera okkar besta. Skora fjögur mörk og reyna að fá ekki svona mörg mörk á okkur," sagði Benitez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×