Erlent

Stjórnin heldur líklega velli

Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í landi. Samkvæmt kosningaspá sem norska ríkissjónvarpið birti nú í kvöld þegar kjörstöðum var lokað virðist stjórnin halda velli. Samkvæmt spánni fengu stjórnarflokkarnir 86 þingsæti og stjórnarandstaðan 83.

Ef stjórnin heldur velli verður það fyrst og fremst vegna persónulegra vinsælda Jens Stoltenbergs. Hin Rauðgræna ríkisstjórn hans hefur í kosningabaráttunni lagt megináherslu á atvinnu fyrir alla. Það hefur hjálpað ríkisstjórninni að hægri flokkarnir fjórir sem eru í stjórnarandstöðu eru innbyrðis ósammála um marga hluti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×