Eyðir áramótunum á Íslandi 19. september 2009 04:00 Daniel Brühl kom til Íslands fyrir viku og þar sem hann getur ekki skoðað landið mikið mun hann eyða áramótunum hér á landi.mynd/Bergsteinn Björgúlfsson „Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breiðholtinu Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breiðholtinu Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira