Innlent

Tíu þúsund hafa svarað kallinu

GSM símasöfnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Svaraðu kallinu, hefur gengið fram úr vonum. Íslendingar hafa tekið við sér og látið af hendi gamla gsm síma sem verða endurnýttir og endurunnir og nýtast munu fólki í þróunarlöndum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að á annan tug þúsunda síma hafa þegar safnast. „En betur má ef duga skal því ljóst er að mun fleiri símar liggja í skúffum og kirnum landans," segir ennfremur.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að koma gömlum GSM símum á flugeldamarkaði björgunarsveita fram á þrettándann. Einnig er hægt að koma símum á N1 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og í verslanir Símans, Nova, Tals og Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×