Fótbolti

Eriksson ætlar ekki að hætta með Mexíkó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó.
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó. Nordic Photos / AFP
Sven-Göran Eriksson segist ekki ætla að hætta störfum sem landsliðsþjálfari Mexíkó en hann hefur sterklega verið orðaður við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni.

Eriksson þjálfaði síðast Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en var rekinn þaðan í fyrra. Hann segist nú vera ánægður í sínu starfi og sé einbeittur að HM á næsta ári.

„Ég er samningsbundinn þó svo að maður viti aldrei hvað geti gerst í heimi fótboltans,“ sagði Eriksson á blaðamannafundi fyrir landsleik Mexíkó og Bandaríkjanna í dag.

„Ég vil vinna í dag. Ég hef alltaf sagt að Mexíkó muni keppa í Suður-Afríku. Það er mjög mikilvægt að byrja að vinna leiki. Mér finnst þó að starfið mitt sé ekki undir í þessum leik. Lífið heldur áfram þótt við töpum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×