Opið bréf til karlmanna 5. desember 2009 06:00 Kæri bróðir. Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kynbundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb mansals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sérstaklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér samhæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svipaðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlunina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikilvægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þessum málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frændur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélagsmein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kæri bróðir. Miðvikudaginn 25. nóvember fór ég í göngu. Þetta var góð ganga, bjartsýni, blöðrur og stjörnuljós einkenndu hana en það var annað sem ég staldraði við. Það var sú staðreynd að aðeins örfáir karlmenn tóku þátt í henni. Kannski hefði það ekki skipt öllu máli ef ekki hefði verið um að ræða göngu gegn kynbundnu ofbeldi. Ég varð hugsi yfir því hversu fáir kynbræður mínir tóku þátt í göngunni. Ekki batnaði það þegar ég var spurður hvað ég væri að gera þarna. Kynbundið ofbeldi virðist nefnilega vera kvennamál og hér er rétt að taka fram að það voru kvenskörungar sem ég met mikils sem spurðu en ekki einhverjir gamlir karlfauskar. Nýverið héldu Ungir jafnaðarmenn tvo fundi þar sem fjallað var um dapurleg mál, annars vegar um kynbundið ofbeldi og hins vegar mansal. Fundirnir heppnuðust vel sem slíkir en helstu niðurstöður voru svo sláandi að rétt er að birta þær hér: • Rúmlega 22.000 konur á Íslandi hafa verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi • Gera má ráð fyrir því að fimmta hver stúlka undir 18 ára aldri sé misnotuð kynferðislega • Tíundi hver strákur undir 18 ára aldri er misnotaður kynferðislega • Þriðja hver kona á Íslandi segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi • Götuvændi á Íslandi er að aukast • Alla vega 59 konur hafa verið fórnarlömb mansals hérlendis skv. rannsóknum og líklega eru þær mun fleiri 22.000 íslenskar konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Tuttugu og tvö þúsund. Þetta er auðvitað ekkert annað en faraldur. Og samkvæmt því sem maður heyrir er aðgerðaáætlun, sem unnin var fyrir örfáum árum vegna kynbundins ofbeldis, ekki virk. Kannski er skýringa meðal annars að leita í því viðhorfi sem tekur á móti manni þegar mætt er í göngu á borð við þá sem nefnd var í upphafi þ.e. að kynbundið ofbeldi sé bara kvennamál. Í langflestum tilfellum eru það karlar sem nauðga. Það er því miður staðreynd og það er þess vegna sem ég geri mér far um að fara yfir götuna þegar ég er einn úti að ganga að kvöldi til og mæti konu sem er líka ein. Hvað þarf að breytast í samfélaginu til þess að konur þurfi ekki að óttast að mæta karlmanni á gangi og ég þurfi ekki að labba yfir götuna? Svarið er auðvitað ekki einfalt en ég vil nefna tvennt sérstaklega í þessu samhengi. Annars vegar að það er ákaflega mikilvægt að stjórnsýslan geri sér samhæfða aðgerðaáætlun um kynbundið ofbeldi á svipaðan hátt og gert var í kringum mansal og hefur sannað gildi sitt nýlega. Og ekki bara útbúa áætlunina, heldur vinna eftir henni. Þá er ekki síður mikilvægt að við karlar sýnum jafn mikinn áhuga á þessum málaflokki og konur og látum ekki þar við sitja heldur sýnum hann líka í verki. Og þá er komið að kjarna þessa bréfs til þín kæri kynbróðir: Taktu þátt! Sýndu í verki að þér sé ekki sama um þessi mál. 22.000 konur. Þetta eru mæður okkar, dætur, systur, frænkur og vinkonur. Og við þetta bætast líka synir okkar, feður, bræður, frændur og vinir. Þetta er ekki einkamál 50% þjóðarinnar. Þetta er óásættanlegt samfélagsmein. Bræður, hvar sem við stöndum í pólitík, hvar sem við stöndum í samfélaginu, sýnum að við höfum áhuga á raunverulegu jafnrétti! Þetta er þjóðfélagsmein sem okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta. Bróðir, taktu þátt. Stöðvum kynbundið ofbeldi! Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar