Ökufantur iðrast innilega Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 30. júní 2009 17:54 Bílferð mannsins lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Mynd/Egill „Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðahaldi í gær. „Ég er fjölskyldumaður og vinn allan daginn," segir hann. „Ég hef aldrei hugsað mér að valda einum eða neinum skaða á nokkurn hátt og þess vegna er ég alveg í sjokki yfir því sem gerðist." Ætlar í meðferð sem fyrst Maðurinn segist hafa setið að drykkju yfir daginn og hann hafi verið orðinn ölvaður þegar hann lagði upp í bílferðina. Hann er niðurbrotinn eftir atburði síðustu viku og segist ætla að leita sér aðstoðar um leið og hann getur. „Ég er búinn að vera í drykkju undanfarið, en engri óreglu samt. Ég var búinn að losa mig undan því fyrir mörgum árum. Það brotnaði bara eitthvað inni í mér þetta kvöld." „Ég er vonandi á leiðinni í meðferð á morgun eða um leið og ég kemst að. Ég ætla að reyna að ná hausnum á mér í lag." Maðurinn segist ekki reiðubúinn að vera nafngreindur strax, en útilokar ekki að segja sögu sína undir nafni þegar hann hefur lokið við áfengismeðferð. Ætlaði aldrei að meiða neinn Hann segir farir sínar af lögreglunni ekki sléttar. Hann hafi verið gripinn með gras, og eftir það hafi lögregla áreitt hann og neitað að veita honum þá þjónustu sem hann þarfnaðist. „Ég er samt í raun og veru ekkert reiður út í lögregluna. Ég er bara sár út í það að geta ekki ætlast til að fá þjónustu frá þessari stofnun." Maðurinn segir að sunnudagskvöldið örlagaríka hafi hann orðið var við að einhver var óboðinn að róta í bátnum hans og haft samband við Neyðarlínu. Neyðarlínan hafi hins vegar skellt á hann. Hann hafi þá ákveðið að grípa til sinna ráða. Iðrast innilega „Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. Ég ætlaði bara að fara niður í fjarskiptamiðstöð og láta heyra í mér." „Ég held að ég hafi aldrei ætlað að slasa eða meiða neinn þó ég hafi látið þung orð falla. Ég var nú meira bara að láta vita hvernig mér leið." Maðurinn átti samtal við fréttamann umrætt kvöld og sagðist þá ætla að skaða lögreglumenn. Hann segist þó ekki hafa verið með sjálfum sér þegar á símtalinu stóð. Nú iðrast hann bílferðarinnar af öllu hjarta. „Þetta er óafsakanlegt með öllu að mínu mati. Að stofna fólki svona í hættu. Það er alveg sama út á hvað ég hef að setja, það er engin afsökun fyrir hegðun minni." Tengdar fréttir Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðahaldi í gær. „Ég er fjölskyldumaður og vinn allan daginn," segir hann. „Ég hef aldrei hugsað mér að valda einum eða neinum skaða á nokkurn hátt og þess vegna er ég alveg í sjokki yfir því sem gerðist." Ætlar í meðferð sem fyrst Maðurinn segist hafa setið að drykkju yfir daginn og hann hafi verið orðinn ölvaður þegar hann lagði upp í bílferðina. Hann er niðurbrotinn eftir atburði síðustu viku og segist ætla að leita sér aðstoðar um leið og hann getur. „Ég er búinn að vera í drykkju undanfarið, en engri óreglu samt. Ég var búinn að losa mig undan því fyrir mörgum árum. Það brotnaði bara eitthvað inni í mér þetta kvöld." „Ég er vonandi á leiðinni í meðferð á morgun eða um leið og ég kemst að. Ég ætla að reyna að ná hausnum á mér í lag." Maðurinn segist ekki reiðubúinn að vera nafngreindur strax, en útilokar ekki að segja sögu sína undir nafni þegar hann hefur lokið við áfengismeðferð. Ætlaði aldrei að meiða neinn Hann segir farir sínar af lögreglunni ekki sléttar. Hann hafi verið gripinn með gras, og eftir það hafi lögregla áreitt hann og neitað að veita honum þá þjónustu sem hann þarfnaðist. „Ég er samt í raun og veru ekkert reiður út í lögregluna. Ég er bara sár út í það að geta ekki ætlast til að fá þjónustu frá þessari stofnun." Maðurinn segir að sunnudagskvöldið örlagaríka hafi hann orðið var við að einhver var óboðinn að róta í bátnum hans og haft samband við Neyðarlínu. Neyðarlínan hafi hins vegar skellt á hann. Hann hafi þá ákveðið að grípa til sinna ráða. Iðrast innilega „Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. Ég ætlaði bara að fara niður í fjarskiptamiðstöð og láta heyra í mér." „Ég held að ég hafi aldrei ætlað að slasa eða meiða neinn þó ég hafi látið þung orð falla. Ég var nú meira bara að láta vita hvernig mér leið." Maðurinn átti samtal við fréttamann umrætt kvöld og sagðist þá ætla að skaða lögreglumenn. Hann segist þó ekki hafa verið með sjálfum sér þegar á símtalinu stóð. Nú iðrast hann bílferðarinnar af öllu hjarta. „Þetta er óafsakanlegt með öllu að mínu mati. Að stofna fólki svona í hættu. Það er alveg sama út á hvað ég hef að setja, það er engin afsökun fyrir hegðun minni."
Tengdar fréttir Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25