Ökufantur iðrast innilega Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 30. júní 2009 17:54 Bílferð mannsins lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Mynd/Egill „Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðahaldi í gær. „Ég er fjölskyldumaður og vinn allan daginn," segir hann. „Ég hef aldrei hugsað mér að valda einum eða neinum skaða á nokkurn hátt og þess vegna er ég alveg í sjokki yfir því sem gerðist." Ætlar í meðferð sem fyrst Maðurinn segist hafa setið að drykkju yfir daginn og hann hafi verið orðinn ölvaður þegar hann lagði upp í bílferðina. Hann er niðurbrotinn eftir atburði síðustu viku og segist ætla að leita sér aðstoðar um leið og hann getur. „Ég er búinn að vera í drykkju undanfarið, en engri óreglu samt. Ég var búinn að losa mig undan því fyrir mörgum árum. Það brotnaði bara eitthvað inni í mér þetta kvöld." „Ég er vonandi á leiðinni í meðferð á morgun eða um leið og ég kemst að. Ég ætla að reyna að ná hausnum á mér í lag." Maðurinn segist ekki reiðubúinn að vera nafngreindur strax, en útilokar ekki að segja sögu sína undir nafni þegar hann hefur lokið við áfengismeðferð. Ætlaði aldrei að meiða neinn Hann segir farir sínar af lögreglunni ekki sléttar. Hann hafi verið gripinn með gras, og eftir það hafi lögregla áreitt hann og neitað að veita honum þá þjónustu sem hann þarfnaðist. „Ég er samt í raun og veru ekkert reiður út í lögregluna. Ég er bara sár út í það að geta ekki ætlast til að fá þjónustu frá þessari stofnun." Maðurinn segir að sunnudagskvöldið örlagaríka hafi hann orðið var við að einhver var óboðinn að róta í bátnum hans og haft samband við Neyðarlínu. Neyðarlínan hafi hins vegar skellt á hann. Hann hafi þá ákveðið að grípa til sinna ráða. Iðrast innilega „Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. Ég ætlaði bara að fara niður í fjarskiptamiðstöð og láta heyra í mér." „Ég held að ég hafi aldrei ætlað að slasa eða meiða neinn þó ég hafi látið þung orð falla. Ég var nú meira bara að láta vita hvernig mér leið." Maðurinn átti samtal við fréttamann umrætt kvöld og sagðist þá ætla að skaða lögreglumenn. Hann segist þó ekki hafa verið með sjálfum sér þegar á símtalinu stóð. Nú iðrast hann bílferðarinnar af öllu hjarta. „Þetta er óafsakanlegt með öllu að mínu mati. Að stofna fólki svona í hættu. Það er alveg sama út á hvað ég hef að setja, það er engin afsökun fyrir hegðun minni." Tengdar fréttir Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
„Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðahaldi í gær. „Ég er fjölskyldumaður og vinn allan daginn," segir hann. „Ég hef aldrei hugsað mér að valda einum eða neinum skaða á nokkurn hátt og þess vegna er ég alveg í sjokki yfir því sem gerðist." Ætlar í meðferð sem fyrst Maðurinn segist hafa setið að drykkju yfir daginn og hann hafi verið orðinn ölvaður þegar hann lagði upp í bílferðina. Hann er niðurbrotinn eftir atburði síðustu viku og segist ætla að leita sér aðstoðar um leið og hann getur. „Ég er búinn að vera í drykkju undanfarið, en engri óreglu samt. Ég var búinn að losa mig undan því fyrir mörgum árum. Það brotnaði bara eitthvað inni í mér þetta kvöld." „Ég er vonandi á leiðinni í meðferð á morgun eða um leið og ég kemst að. Ég ætla að reyna að ná hausnum á mér í lag." Maðurinn segist ekki reiðubúinn að vera nafngreindur strax, en útilokar ekki að segja sögu sína undir nafni þegar hann hefur lokið við áfengismeðferð. Ætlaði aldrei að meiða neinn Hann segir farir sínar af lögreglunni ekki sléttar. Hann hafi verið gripinn með gras, og eftir það hafi lögregla áreitt hann og neitað að veita honum þá þjónustu sem hann þarfnaðist. „Ég er samt í raun og veru ekkert reiður út í lögregluna. Ég er bara sár út í það að geta ekki ætlast til að fá þjónustu frá þessari stofnun." Maðurinn segir að sunnudagskvöldið örlagaríka hafi hann orðið var við að einhver var óboðinn að róta í bátnum hans og haft samband við Neyðarlínu. Neyðarlínan hafi hins vegar skellt á hann. Hann hafi þá ákveðið að grípa til sinna ráða. Iðrast innilega „Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. Ég ætlaði bara að fara niður í fjarskiptamiðstöð og láta heyra í mér." „Ég held að ég hafi aldrei ætlað að slasa eða meiða neinn þó ég hafi látið þung orð falla. Ég var nú meira bara að láta vita hvernig mér leið." Maðurinn átti samtal við fréttamann umrætt kvöld og sagðist þá ætla að skaða lögreglumenn. Hann segist þó ekki hafa verið með sjálfum sér þegar á símtalinu stóð. Nú iðrast hann bílferðarinnar af öllu hjarta. „Þetta er óafsakanlegt með öllu að mínu mati. Að stofna fólki svona í hættu. Það er alveg sama út á hvað ég hef að setja, það er engin afsökun fyrir hegðun minni."
Tengdar fréttir Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent