Lífið

Mills verður nágranni McCartneys

Nordicphotos/getty

Bítillinn Sir Paul McCartney mun væntanlega rekast oftar á Heather Mills, fyrrverandi eiginkonu sína, en hann kærir sig um á næstunni. Fyrirsætan fyrrverandi, Mills, áformar nú að kaupa lúxusvillu í göngufæri frá Sir Paul í Hamptons-hverfinu í New York.

Heather Mills er nú á föstu með einkaþjálfaranum Jamie Walker. Þau horfa saman hýrum augum til villunnar sem metin er á 2,5 milljónir dollara, eða rúmar 300 milljónir íslenskra króna. Heimildarmaður breska blaðsins The People telur að þessi ráðahagur leggist ekki vel í McCartney, sér í lagi vegna sambands hans við athafnakonuna Nancy Shevell.

„Það er ekkert leyndarmál að sambandið milli Heather og Sir Paul er stirt. Paul hefur reyndar ekkert á móti því að hún komi sér upp heimili í Bandaríkjunum. Enda auðveldar það hlutina varðandi dóttur þeirra Beatrice. Hins vegar telur hann að sér hafi tekist að komast yfir skilnaðinn með því að verða ástfanginn af Nancy. Sú tilhugsun að Heather vilji setjast að í nágrenni við hann gleður hann ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.