Innlent

Þrjú ný svínaflensutilfelli undanfarin sólarhring

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur að um helmingur þjóðarinnar muni veikjast af svínaflensunni.
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur að um helmingur þjóðarinnar muni veikjast af svínaflensunni.
Síðasta sólarhringinn hafa greinst þrjú tilfelli á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 18 manns frá því í maí síðastliðnum. Þetta kemur fram hjá Landlæknisembættinu.

Um er að ræða 24 ára karlmann sem ekki hefur ferðast erlendis og ekki haft tengsl við ferðalanga. Þá greindist inflúensan hjá 54 ára gömlum bandarískum ferðamanni sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn og 7 ára gömlum dreng sem kom frá Bretlandi 17. júlí.

Engin þessara fjögurra sjúklinga er með alvarleg einkenni og eru þeir allir á batavegi.




Tengdar fréttir

Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu

Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar.

Smituðust af svínaflensu innanlands

Síðasta sólarhringinn hafa greinst fjögur tilfelli á Íslandi með nýju inflúensuna, oft kölluð Svínaflensa og eru inflúensutilfellin því orðin 15 samtals frá því í maí.

Svínaflensan komin til Íslands

Fyrsta tilfellið af H1N1, betur þekkt sem svínaflensa, hefur greinst á Íslandi grunur leikur á að fjórir til viðbótar séu smitaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þá segir að viðkomandi tilfelli séu á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×