Lífið

Þriðja plata Melchior

Hljómsveitin Melchior hefur gefið út sína þriðju plötu.
Hljómsveitin Melchior hefur gefið út sína þriðju plötu.

Hljómsveitin Melchior hefur gefið út sína þriðju plötu. Sveitin hefur allt frá stofnun árið 1973 flutt frumsamið kammerpopp. Þótt tónlistin megi flokkast sem popp hafa sígild hljóðfæri leikið lykilhlutverk í útsetningum og hefur rafmögnun tónlistarinnar alltaf verið hófleg.

Melchior skipa þeir Hilmar Oddsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Karl Roth. Þá leika þeir Gunnar Hrafnsson á bassa og Steingrímur Guðmundsson á slagverk. Með þeim syngja þær Kristín Jóhannsdóttir og Helga Möller auk þess sem Margrét Kristjánsdóttir leikur á fiðlu. Fram undan hjá Melchior eru tónleikar á Rosenberg 15. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.