Fótbolti

Ísland upp um þrjú sæti á FIFA-lista

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu situr í 80. sæti styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og hefur færst upp um þrjú sæti frá síðasta lista.

Ísland hefur þó ekkert spilað síðan að síðasti listi kom út. Liðið hefur þó aldrei verið ofar á lista síðan að Ólafur Jóhannesson tók við liðinu en síðast var liðið í 80. sæti í desember 2007 og þar áður í september 2004.

Ísland er í 37. sæti á listanum á meðal Evrópuþjóða, einu sæti á eftir Albaníu og einu sæti á undan Hvíta-Rússlandi.

Af liðunum sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2010 má nefna að Holland er enn í þriðja sæti, Skotland í 33. sæti, Makedónía í 56. sæti og Noregur í því 59. Öll þessi lið standa í stað frá síðasta lista.

Engin breyting erá meðal fjórtán efstu þjóða á listnum og eru því Spánverjar enn efstir með 1663 stig og Þýskaland næst með 1389 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×