Erlent

Kínverjar lokuðu á Google

Kínversk yfirvöld eru búnir að loka alfarið á Google-leitarvélina. Kínverska ríkisstjórnin hefur átt í deilum við forsvarsmenn Google-leitarrisans en Kínverjar saka þá um að sýna klámfengið efnið þegar leitað er á síðunni auk annarra upplýsinga.

Kínversk yfirvöld vilja koma í veg fyrir að þegnar þeirra sjái klám, að auki segja þeir leitarvélina skaðlega börnum.

Talið er að lokunin nú sé hluti af herferð kínverskra yfirvalda gegn leitarvélinni sem þeim hugnast ekki.

Google hefur gríðarlega yfirburði á sínu sviði markaðslega. En þeim hefur mistekist að koma sér á markað með sannfærandi hætti í Kína. Þar eru þeir með 30 prósent hlutdeilt á markaði sem samanstendur af milljarði manna.

Leitarvélin sem nýtur mestu vinsældanna er nokkurnveginn óþekkt í hinum vestræna heimi og heitir Baidu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×