Frímann og Frank Hvam ræða saman um gamanmál 25. júní 2009 03:45 Ólíkindatól af bestu gerð Meðal þeirra sem <B>Frímann Gunnarsson </B>ræðir við í nýrri seríu sem hefur hlotið nafnið Mér er Mál...Gamanmál eru <B>Frank Hvam</B>, <B>Jón Gnarr</B>, Björn Gustafsson og Dagfinn Lyngbo. Þættirnir eru um grín á Norðurlöndunum sem Frímanni finnst náttúrulega ekki merkilegur pappír, enda menntaður í Bretlandi. „Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru. Óskilgetið afkvæmi Gunnars, sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr því aftur á skjá landsmanna og að þessu sinni eru það grínistar frá öllum Norðurlöndunum sem þurfa að kljást við þetta mikla ólíkindatól. „Frímann er náttúrulega menntaður í Bretlandi og finnst eiginlega allt grín sem ekki kemur þaðan vera drasl," segir Gunnar en meðal þeirra sem Frímann ræðir við er sjálfur Klovn-kóngurinn Frank Hvam. Þá er verið að vinna í mjög stóru nafni frá Bretlandi til að taka þátt í þessum óhefðbundna heimildarþætti en Gunnar vildi ekki gefa upp hver það væri. „Þetta er svona „mockumentary", allir koma fram undir réttu nafni en þættirnir fara fljótlega út af sporinu, fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var gert ráð fyrir." Til að koma öllu ferlinu af stað var byrjað á Íslandi. „Við fengum Jón Gnarr til að vera með okkur. Sem var mjög gott því Jón er mikill pælari," segir Gunnar. Sá þáttur var síðan textaður á ensku og sendur öllum grínistum. „Þeir voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni og þarna sáu þeir hvað við vorum að pæla og þá var stærsti sigurinn eiginlega unnin," útskýrir Gunnar sem vill lítið gefa upp um innihald þáttanna, staðfestir þó að í íslenska þættinum megi sjá Jón Gnarr á golfvelli með haglabyssu. Og Gunnar viðurkennir að það hafi ekki verið leiðinlegt að vinna með Frank Hvam. „Hann sýndi á sér gersamlega nýja hlið. Ég er ekkert líkur Frímanni í raunveruleikanum og Frank er ekkert líkur Frank úr Klovn þannig að þetta var svolítið fyndið; tveir menn að ræða alteregóin saman. Við vorum að undirbúa þáttinn í tvo daga með honum og fórum gersamlega á flug. Þetta var bara frábært," útskýrir Gunnar sem tekur það skýrt fram að þættirnir séu ekki hluti af Sigtinu heldur eitthvað algjörlega nýtt. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu lokuð Norðurlöndin séu fyrir gríni frá hvor öðrum; þannig sé til dæmis bara nýbyrjað að sýna Klovn-þættina á hinum Norðurlöndunum. Meðal annarra grínara sem Frímann ræðir við má nefna Björn Gustafsson, einn stærsta kómíker Svía og Dagfinn Lyngbo sem trónir á toppi norsku grínsenunnar um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Við erum búnir að vera í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Eigum eftir að fara til Finnlands og svo Bretlands. Og málið er að Frímann Gunnarsson er að gera úttekt á gríni frá Norðurlöndunum," segir Gunnar Hansson, leikari og Vespusali með meiru. Óskilgetið afkvæmi Gunnars, sjónvarpsmaðurinn Frímann, snýr því aftur á skjá landsmanna og að þessu sinni eru það grínistar frá öllum Norðurlöndunum sem þurfa að kljást við þetta mikla ólíkindatól. „Frímann er náttúrulega menntaður í Bretlandi og finnst eiginlega allt grín sem ekki kemur þaðan vera drasl," segir Gunnar en meðal þeirra sem Frímann ræðir við er sjálfur Klovn-kóngurinn Frank Hvam. Þá er verið að vinna í mjög stóru nafni frá Bretlandi til að taka þátt í þessum óhefðbundna heimildarþætti en Gunnar vildi ekki gefa upp hver það væri. „Þetta er svona „mockumentary", allir koma fram undir réttu nafni en þættirnir fara fljótlega út af sporinu, fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var gert ráð fyrir." Til að koma öllu ferlinu af stað var byrjað á Íslandi. „Við fengum Jón Gnarr til að vera með okkur. Sem var mjög gott því Jón er mikill pælari," segir Gunnar. Sá þáttur var síðan textaður á ensku og sendur öllum grínistum. „Þeir voru alveg ótrúlega hrifnir af Jóni og þarna sáu þeir hvað við vorum að pæla og þá var stærsti sigurinn eiginlega unnin," útskýrir Gunnar sem vill lítið gefa upp um innihald þáttanna, staðfestir þó að í íslenska þættinum megi sjá Jón Gnarr á golfvelli með haglabyssu. Og Gunnar viðurkennir að það hafi ekki verið leiðinlegt að vinna með Frank Hvam. „Hann sýndi á sér gersamlega nýja hlið. Ég er ekkert líkur Frímanni í raunveruleikanum og Frank er ekkert líkur Frank úr Klovn þannig að þetta var svolítið fyndið; tveir menn að ræða alteregóin saman. Við vorum að undirbúa þáttinn í tvo daga með honum og fórum gersamlega á flug. Þetta var bara frábært," útskýrir Gunnar sem tekur það skýrt fram að þættirnir séu ekki hluti af Sigtinu heldur eitthvað algjörlega nýtt. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu lokuð Norðurlöndin séu fyrir gríni frá hvor öðrum; þannig sé til dæmis bara nýbyrjað að sýna Klovn-þættina á hinum Norðurlöndunum. Meðal annarra grínara sem Frímann ræðir við má nefna Björn Gustafsson, einn stærsta kómíker Svía og Dagfinn Lyngbo sem trónir á toppi norsku grínsenunnar um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira