Innlent

Þrettándabrenna í Vesturbænum

Í dag er þrettándinn og í tilefni að deginum verður haldin barna- og fjölskylduhátíð í Vesturbænum. Dagskrá byrjar við Melaskóla kl. 17:15 með ávarpi formanns hverfisráðs Völu Ingimarsdóttur, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skemmtiatriði verða frá öllum grunnskólunum, Kakósala ungmennaráðs Vesturbæjar og svo verður gengið fylktu liði niður á Ægisíðu þar sem kveikt verður í bálkesti kl. 18:00.

„Hér er komið kærkomið tækifæri að hitta aðra fjölskyldumeðlimi, nágranna og vini. Ætlunin er ekki einungis að skemmta fólki heldur að hjálpast að við að skemmta hverju öðru... "Maður er manns gaman!" Verið velkomin í Vesturbæinn, það verður tekið vel á móti ykkur!," segir ennfremur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×