Lífið

Vill giftast og eignast börn með nýja kærastanum

Paris Hilton og Doug Reinhardt í Cannes í vikunni
Paris Hilton og Doug Reinhardt í Cannes í vikunni MYND/GETTYIMAGES

Glamúrgellan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur verið á föstu með sjónvarpsstjörnunni Doug Reinhardt undanfarna fimm mánuði. Þau hafa undnfarið verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem þau hafa meðal annars sótt sömu veislur og Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans.

Doug segir að Paris sé með háleitar hugmyndir um framtíðina. Hin 28 ára gamla Paris Hilton hefur tilkynnt Doug að hún vilji giftast honum og eignast með honum börn.

Doug sem er 23 ára og stjarnan úr þáttunum The Hills sem sýndir eru á Mtv sjónvarpsstöðinni segist reikna með að biðja kærustunnar á næstunni.

„Paris er mér svo sérstök. Hún er hin eina sanna, ég vissi það um leið og ég hitti hana," sagði Doug í partýi í Cannes í vikunni.

„Ég ætla að biðja hana að giftast mér, en ég veit ekki hvenær. Ég vil ekki eyðileggja spennuna."

Paris hefur einnig viðurkennt að þau Doug ætli að stofna fjölskyldu.

„Við myndum hverja einustu stund okkar saman svo við getum sýnt börnum okkar hversu klikkuðu lífi mamma og pabbi lifðu. Ég myndi elska það að giftast og lifa fjölskyldulífi. Það er svo sætt," sagði Paris.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.