Innlent

Stjórnarformenn Glitnis og Kaupþings segja af sér

Magnús Gunnarsson og Valur Valsson.
Magnús Gunnarsson og Valur Valsson.

Formenn bankastjórna Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis, þeir Valur Valsson hjá Glitni og Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi hafa sagt af sér. Í bréfi sem þeir hafa sent til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra segja þeir að samstarfið í stjórnum bankanna hafi gengið vel en í ljósi þess að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi orðið „eðlilegar pólitískar áherslubreytingar og mannabreytingar," eins og þeir orða það.

Þeir segja að þeim sé báðum ljóst að í báðum stjórnarflokkunum séu uppi óskir um mannabreytingar í stjórnum bankanna og benda þeir á að á Alþingi í gær hafi forætisráðherra staðfest að það væri til umræðu.

„Næstu vikur og mánuði þarf hins vegar að taka erfiðar ákvarðanir í bönkunum og mikilvægt að þeir sem taka þær ákvarðanir hafi til þess óskorað umboð og traust."

Þeir telja þess vegna rétt að skapa nú þegar svigrúm til þeirra mannabreytinga sem ríkisstjórnin kýs og segja þeir því af sér.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×